hello quizlet
Home
Subjects
Expert solutions
Create
Study sets, textbooks, questions
Log in
Sign up
Upgrade to remove ads
Only $35.99/year
Aðferðarfræði - Mikilvæg hugtök
Flashcards
Learn
Test
Match
Flashcards
Learn
Test
Match
Terms in this set (49)
Aðgerðabundin skilgreining breytu
Breytu er lýst með hliðsjón af því hvernig hún er mæld og hvernig
er unnið með hana t.d. tölfræðilega. -> gerð mælanleg.
Áreiðanleiki
Hugtak sem vísar til nákvæmni mælinga. Áreiðanleg mæling er nákvæm í þeim skilningi að það er samkvæmi (consistency).
Breyta
Stærð sem getur rekið ólík gildi og rannsakandi hefur ekki áhrif á. Oft táknuð með bókstaf.
T.d. Einkunn, kyn og viðhorf
Einfari
Stak eða þátttakandi sem hefur hlotið mæligildi sem stendur langt frá öðrum mæligildum, annað hvort mjög hátt eða mjög lágt.
Fastheldnismistök (Type II error)
Rannsakandi ályktar að núlltilgáta sín sé rétt þegar hún er í reynd röng, m.ö.o staðfestir ranga núlltilgátu.
Frumbreyta
Breyta sem rannsakandi hefur ekki áhrif á. Kemur fyrst og hefur áhrif á eða spáir fyrir um fylgibreytuna. Getur verið til dæmis
kyn, aldur, kennsluaðferð.
Fylgibreyta
Breyta sem verður fyrir áhrifum eða er spáð fyrir um af frumbreytu. Dæmi: Einkunnir sem breytast vegna kennsluaðferðar.
Fylgni
Með fylgni er átt við samband eða tengsl milli breyta. Skoða þarf
fyglnistuðul til að hægt sé að tala um fylgni. Fylgni getur verið á bilinu -1 til +1. Jákvæð eða
neikvæð og jafnvel engin. Þarf ekki að vera að um orsakasamband sé að ræða þó að það sé
sterk fylgni. Getur verið að aðrar breytur valdi því að það er fylgni á milli.
Fylgnistuðull
Stuðull sem sýnir tengsl á milli tveggja eða fleiri breyta. Fylgistuðullinn Pearsons r er sá stuðull sem er notaður hér.
Gagntilgáta
Stundum kallað rannsóknartilgáta. Andstæða núlltilgátu. Staðhæfing eða spá um hverjar niðurstöður rannsóknar verða. Aðaltilgáta rannsakenda sem þeir sækjast eftir að fá staðfesta.
Grunnskólaeinkunn
Normaldrefið einkunn notuð í samræmdum könnunarprófum á Íslandi. Notast er við kvarðann 0 til 60. Meðaltal er 30 og staðalfrávik 10.
Tilviljunarúrtak
Úrtak með þátttakendum úr markþýðinu sem lentu þar fyrir tilviljun. Þegar þátttakendur voru valdir áttu allir í þýðinu jafna möguleika á því að verða valdir.
Hentugleikaúrtak
Úrtak þar sem þátttakendur eru valdir vegna góðs aðgengis rannsakenda að þeim. Þessi tegund úrtaka er ekki byggð á líkindum.
Hlutfallstíðni
Tíðni deilt með heildarfjölda athugana
Hlutfallsbreyta
Breyta sem er mæld á hlutfallskvarða
Hráeinkunn
Raunveruleg einkunn sem reiknast út frá því hversu mörgum
verkefnum svaraði rétt t.d. á prófi.
Höfnunarmistök (Type I error)
Rannsakandi ályktar að núlltilgáta sín sé röng þegar hún er í reynd rétt, m.ö.o hafnar réttri núlltilgátu
Innra réttmæti
Byggist á stjórn rannsakanda á utanaðkomandi breytum rannsóknar. Innra réttmæti er hátt þegar rannsóknin sýnir það sem hún á að sýna
Jafnbilabreyta
Breyta sem er mæld á jafnbilakvarða
Jákvæð fylgni
Tengsl milli tveggja breyta með þeim hætti að eftir því sem gildi annarrar breytunnar hækka þá hækka einnig gildi hinnar breytunnar
Sterk jákvæð fylgni
Fylgni upp á 0,7-1
Sterk neikvæð fylgni
Fylgni upp á -0,7 til -1.
Neikvæð fylgni
Tengsl milli tveggja breyta með þeim hætti að eftir því sem gildi annarrar breytunnar lækka þá lækka einnig gildi hinnar breytunnar.
Jákvætt skekkt dreifing
Mörg stök eða einstaklingar með lág gildi, fáir með há gildi.
Klasaúrtak
Þegar rannsakandi velur af handahófi vissan fjölda skóla úr hverjum landshluta
og velur svo bekki eða nemendur úr bekkjum af handahófi af lista af bekkjum eða
nemendalistum.
Likert kvarði
Kvarði sem mælir alla jafna hversu sammmála/ósammála þátttakandi er
tiltekinni fullyrðingu í annað hvort jákvæða eða neikvæða átt.
Markmiðsúrtak
Þátttakendur eru valdir vegna þess að þeir uppfylla ákveðin skilyrði til að geta tekið þátt.
Má ekki rugla við handahófskennt markmiðsúrtak!
Marktektarstig
Í ályktunartölfræði notum við ákveðnar reikniaðferðir til að meta líkurnar á mistökum þegar við höfnum núlltilgátu og gerum ráð fyrir að munur sé á hópum sem bornir eru saman. Þessi líkindi nefnum við marktektarstig og táknum með bókstafnum "p".
Marktektarpróf
notað til að meta hvort munur sem finnst í úrtaki hafi komið uppfyrir
tilviljun eða hvort hann sé raunverulega til staðar í þýðinu. Fara fram eftir ákveðnum
leikreglum.
Miðgildi
Talnagildi sem liggur í miðju talnasafns ef tölum er raðað eftir stærð
Miðsækni
Tilhneiging gagna til að raðast í kringum "miðju".
Nafnbreyta
Breyta sem mæld er á nafnkvarða.
Nafnkvarði
Setur einstaklinga eða gildi í ákveðna hópa byggt á fyrirfram ákveðnum hugmyndum um einkenni hvers hóps. Þetta getur verið t.d. háralitur.
Normaldreifing
Dreifing þar sem miðgildi, meðaltal og tíðasta gildi er allt sama talan og jafnmörg stök eru fyrir ofan meðaltal og neðan. Það þýðir að ávalt er jafnstórt hlutfall staka innan ákveðins fjölda staðalfrávika frá meðaltalinu.
Neikvætt skekkt dreifing
Mörg stök með há gildi, fáir með lág gildi.
Núlltilgáta
Fullyrðing rannsakanda um að hann telji engan marktækan mun eða tenginu
vera á milli tveggja fyrirbæra, t.d. breyta eða mælingum á breytu milli hópa. Er prófuð með
niðurstöðum rannsóknarinnar og er hún annað hvort staðfest eða hafnað.
Raðbreyta
Breyta sem er mæld með því að nota raðkvarða
Raðkvarði
Einstaklingur eða gildi er raðað í ákveðna röð. Dæmi: niðurstöður í Eurovision. Það þarf ekki að vera langt á milli staka.
Spönn
Mismunur hágildis og lággildis
Staðalfrávik
Segir okkur hversu langt tölurnar eru að meðaltali frá meðaltalinu. Eftir
því sem meiri dreifing er í talnasafninu þeim mun hærra verður staðalfrávikið. Í
normaldreifðu gagnsafni er um 68% talnasafnsins einu staðalfráviki fyrir ofan eða neðan meðaltalið.
Staðaleinkunn
Hráeinkunn sem hefur verið breytt í staðaleinkunn
Stak
Einn þeirra hluta sem tilheyra tilteknu mengi. Í rannsóknum getur þetta táknað eina mælingu af öllum mælingum sem gerðar voru.
Tilviljunarúrtak
Valið er af handahófi þannig að allir í þýði eiga jafna möguleika á að vera valdir.
Tíðni
Fjöldi staka í mengi af tiltekinni stærð.
Ytra réttmæti
Segir til um hvort alhæfa megi út frá niðurstöðum megindlegra rannsóknar.
Vegið meðaltal
Útkoma þegar meðaltal (oft misstórra) tveggja eða fleiri mengja er reiknað sem meðaltals eins mengis. Vegnu meðaltali er oft beitt ef annað mengið hefur á einhvern hátt meira vægi en hitt.
Z-gildi
Tala sem segir til um hversu mörgum staðalfrávikum tiltekið stak er frá meðaltali mengis.
Formúla fyrir Z-gildi
(Hráeinkunn-Meðaleinkunn)/Staðalfrávik
Þýði
Mengi allra einstaklinga með tiltekna eiginleika. Þegar hluti þýðis er tekinn fyrir kallast það úrtak. Í rannsókn er þýði gjarnan sá hópur sem stefnt er á að draga einhverja ályktun um. Dæmi: Allir framhaldsskólanemendur á Íslandi
Sets found in the same folder
kafli 11 og 12 - eigindlegar rannsóknir
28 terms
Research Methods in Psychology EXAM 1
73 terms
Kafli. 2 Hin vísindalega aðferð
35 terms
Research Methods in Psychology EXAM 2
63 terms
Other sets by this creator
Ísland landið okkar - bls. 18 - 21
9 terms
Ísland landið okkar - bls. 12 - 17
11 terms
Ísland landið okkar - bls. 8 - 11
7 terms
Ísland - landið okkar bls. 4 - 7
15 terms
Verified questions
other
A standard drink is generally: A. 12-ounce beer B. 5-ounce glass of wine C. 1.5 ounces of liquor D. All of the above
other
In the following questions four items are given. Find the odd one out. (A) Moscow (B) Paris (C) Athens (D) Egypt
other
Someone who has consumed a lot of alcohol: A. Is not capable of giving true consent B. Is never to blame for being sexually assaulted C. May need help getting out of a potentially dangerous situation D. All of the above
other
The temperature at which a flammable liquid's vapors will ignite when brought into contact with an open flame is called the ___ point.