Beygingarendingar nafnorðanna eru feitletraðar. Þar sem orðin eru öll í nefnifalli áttu að geta notað endingarnar til að finna út kyn og beygingarflokk þeirra. Kynin eru líka auðkennd með litum.
Þú skalt taka vel eftir orðinu skór en það beygist eins í nefnifalli og þolfalli í eintölu og fleirtölu (Dæmi: Þetta er/eru skór (nf). Mig vantar (einn) skó). Það er algengara að við tölum um skó í fleirtölu.