Fjármunaréttur hugtök 2019

Veð
Click the card to flip 👆
1 / 11
Terms in this set (11)
Veð
Getur bæði þýtt veðréttindi og það verðmæti sem nefndar heimildir ná til, t.d. tiltekin fasteign
Skuldskeyting
Samþykki kröfuhafa á skuldaraskipti nefnist skuldskeyting
Óskipt ábyrgð / Solidarísk ábyrgð / ábyrgð in solidum
- Einn fyrir alla og allir fyrir einn

- Ef skuldarar eru feiri en einn er hver þeirra skyldur til að greiða kröfuhafa að fullu og er skyldum hinna skuldaranna þá lokið

- Kröfuhafi getur því krafist fullrar greiðslu kröfu hjá báðum eða öllum skuldurum og getur valið hjá hverjum hann krefst fullnustu

- Ef um er að ræða fleiri en einn kröfuhafa getur hver fyrir sig krafið skuldarann um alla greiðsluna og sá síðarnefndi losnar undan sinni skyldu

- Sameiginleg ábyrgð
Hlutfallsleg ábyrgð / pro rata ábyrgð
- Rétti og kyldu er skipt í hluta

- Ýmist þannig að kröfuhafar sækja allir rétt sinn í einu eða skuldarar eru allir sóttir saman. Annars sækir hver kröfuhafi fyrir sig rétt og hver skuldari verður sóttur sér

- Felur í sér að aðili ber ábyrgð á tilteknum hluta krögunnar, en ekki á henni allri
Sjálfskuldarábyrgð
- Ábyrgðarmanni er skylt að greiða kröfuhafa skuldina jafnvel þó að kröfuhafi hafi enga tilraun gert til að innheimta hana hjá aðalskuldara

- Greiðsluskylda ábyrgðarmanns verður virk þegar aðalskuldari hefur vanefnt skuldbindingu sína

- Trygging á að greiðsla fari fram á réttum tíma

- Mest íþyngjandi fyrir ábyrgðarmann

- Hrd. 1995:328: Hr. segir að þar sem krafan var gjaldfallin var kröfuhafa í sjálfsvald sett að leita fullnustu hennar og að ef önnur trygging hefur verið sett fyrir skuld, getur ábyrgðarmaður ekki krafist að gengið sé að henni fyrst.
Kröfuábyrgð
Þegar um er að ræða kröfuábyrgð, er þriðji aðili að ábyrgjast skuld sem hann á ekki beina aðild að

- Loforð þar sem ábyrgðarmaður skuldbindur sig persónulega til tryggingar á efndum kröfu á hendur skuldara
Meðskýringarreglan
Leiðir til þeirrar niðurstöðu sem er síst íþyngjandi fyrir loforðsgjafa ef vafi leikur á um efni skuldbindingar

Dæmi: almennt myndi ábyrgð teljast einföld ábyrgð en ekki sjálfskuldarábyrgð ef ábyrgðarmaður hefur ekki ótvírætt gengist undir hið síðarnefndar
Andskýringarreglan
Átt er við að óljósa eða tvíræða skilmála ábyrgðar beri jafnan að skýra þeim í óhag sem einhliða hefur samið skilmála eða ráðið efni þess

- Þannig er komið í veg fyrir að viðkomandi geti bætt réttarstöðu sína með óskýrum ábyrgðarskilmálum
Auðgunarkrafa
Með henni hefur einstaklingur hlotið óréttmæta auðgun á kostnað annars manns og skal hann skila ávinningi sínum.

- Sá sem kröfu hafi beðið samanlegt tjón þ.e. gagnaðila hafi auðgast í beinum eða bægum tengslum við tjónið og að fjárhæð kröfunnar sé ekki hærri en sú upphæð sem auðgunin tekur til

- Kvennaathvarfsdómurinn
Subrogation
Er þá átt við það tilvik þegar þriðji maður greiðir kröfuhafa skuld til fullnaðar og gengur inn í þann rétt sem kröfuhafi átti áður á hendur skukdara
FyrirvariT.d. verið að maður kaupir fasteign en það er sá fyrirvari að hægt verði að geta nýtt fasteignina með tilteknum hætti