28 terms

SAG203 - Þjóðerni, ríkjamyndun og sjálfstæðisbarátta

bls. 97 - 109
STUDY
PLAY
Sameiningartákn þjóða á síðari hluta 19. aldar voru
Sameiningartákn þjóða á síðari hluta 19. aldar voru: Saga, menning og tungumál
Krímstríðið
Krímstríðið braust út árið 1853. Rússar voru að reyna að komast til valda í Tyrkjaveldi og til að spyrna gegn útþenslustefnu Rússa vörðu Bretar og Frakkar Tyrki, sem endaði með því að Rússar létu undan síga.
Florence Nightingale
Var Bresk kona sem vann sér frægð fyrir að hjúkra hermönnum í Krímstríðinu.
Rússland á 19. öld
Um miðja 19. öld voru Rússar frumstæðir miðað við V-Evrópu hvað varðar iðnaðaruppbyggingu. Stjórnarhættir voru mun harðari en í Vestur Evrópu. Eftir að Alexander II komst til valda var átak gert í uppbyggingu iðnaðar, borgir risu upp og stjórnarhættir milduðust. Harðneskjan tók þó aftur við þegar að Alexander var drepinn árið 1881 og sonur hans, Alexander III, tók við keisaratign.
Bændaánauð í Rússlandi
Bændaánauð í Rússlandi var afnumin árið 1861 en bændur voru þó áfram háðir landeigendum.
Cavour greifi
Var forsætisráðherra Piedmontríkis sem lagði til að sameina skyldi Ítalíuríkin.
Þýsku smáríkin
Sameining þýsku smáríkjanna og Prússlands lauk endanlega með stofnun Þýska keisaradæmisins árið 1871.
Otto Von Biscmarck
Járnkanslarinn. Otto Von Biscmarck var forsætisráðherra Prússlands og hafði úrslitaáhrif á sameiningu þýsku smáríkjanna og Prússlands. Sagði að aðeins væri hægt að sameina þýsku ríkin með blóði og járni. Var hagsýnismaður en ekki hugsjónamaður.
Annað skeið iðnbyltingarinnar
1850-1873, iðnbylting í Þýskalandi sem gerir Þýskaland að leiðandi iðnaðarafli.
Annað keisaradæmið
1852-1870, valdatími Napóleons III
Átök milli Frakka og Prússa
Prússland og Frakkland háðu stríð á árunum 1870-1871. Entist bardaginn í nokkrar vikur og fóru Prússar með sigur af hólmi og Napóleon III var handtekinn í Sedan. Frakkar urðu að eftirláta Prússum héruðin Alsace og Lorraine og greiða þeim háar fjárhæðir. Þýskaland tryggði stöðu sína með sigrinum.
Frakkland í kjölfar átaka við Prússa.
Eftir átökin milli Frakka og Prússa þótti sannað að Napóleon III hefði ekki erft herstjórnaræfileika frænda síns og var honum því vikið frá völdum. Lýðræðisstjórn tók við en óánægja var með friðarsamning við Þýskaland og íhaldssama stjórnarhætti. Svo varð að byltingarstjórn sem kölluð var Parísarkommúnan, tók við völdum frá mars og fram í maí 1871. Undir lok maímánaðar var uppreisnin bæld niður og 20.000 manns féllu í valinn.
Alfred Dreyfus
Alfred Dreyfus var gyðingur og foringi í franska hernum sem var fundinn sekur fyrir njósnir í þágu Þjóðverja á grundvelli falsaðra sönnunargagna. Mikil reiði ríkti yfir málinu og börðust margir fyrir því að málið yrði tekið upp aftur, þeirra á meðal Émile Zola rithöfundur, sem skrifaðu Frakklandsforseta bréf undir fyrirsögninni "J'accuse". Málið var tekið upp aftur og Dreyfus náðaður.
Stjórnmál á Íslandi eftir 1874
Eftir 1874 fóru mismunandi skoðanir á því hvernig Íslendingar ættu að beyta sér í sjálfstæðisbaráttunni að sýna sig. Helst var tekist á um það hvort að það ætti að sinna hagnýtari málum eins og uppbyggingu atvinnuvega fyrst, eða fara af öllu afli í sjálfstæðisbaráttuna.
Mótunarár stjórnmála á Íslandi
Mótunarár stjórnmála á Íslandi voru frá þjóðfundi til fullveldis 1918
Dagskrá
Dagskrá var fyrsta íslenska dagblaðið og hófst útgáfa þess árið 1897
Ástandsleiðin
Leið sem meðlimir hinnar dönsku fjárhagsnefndar lögðu til að yrði farin í kjölfar þess að Alþingi/Ísland fékk fjárforræði. Þeir töldu sanngjarnt að greiða Íslendingum 42.000 ríkisdali árlega í nokkur ár, vegna bágs ástands í landinu, og átti upphæðin svo að lækka með tímanum. Þessu var Jón Sigurðsson ósammála, hann vildi fara reikningsleiðina. Mikið var deilt um þetta en á endanum vísaði Alþingi ástandsleiðinni frá árið 1865.
Reikningsleiðin
Jón Sigurðsson lagði til þessa leið í stað ástandsleiðarinnar. Hann sagði ófært að Íslendingar tækju við styrki frá Dönum eftir aldalangt arðrán. Hann lagði til að Danir greiddu Íslendingum 120.000 ríkisdali.
Stöðulög
Samþykkt voru árið 1871 lög um stöðu Íslands í danska ríkinu og m.a. var tekið fram að Danir greiddu Íslendingum nokkra fjárhæð árlega. Lögin voru sett einhliða af Dönum. Fyrsta greinin hljóðaði svo „Ísland er óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með sérstökum landsréttindum". Önnur ákvæðilaganna voru þó nokkuð hagstæð fyrir Íslendinga.
Landshöfðingi
Embætti landshöfðingja var stofnað í kjölfar stöðulaganna 1871 og var hann æðsti embættismaður á landinu. Hilmar Finsen tók við embætti landshöfðingja 1. apríl 1873.
Stjórnarskrá 1874
Kristján IX staðfesti stjórnarskrá Íslands árið 1874 og kom með hana til Íslands á þúsaldarafmæli byggðarinnar. Grundvöllur var lagður að íslenskri stjórn og fékk Alþingi fjárveitingarvald og takmarkað löggjafarvald. Stjórnarskráin kvað einnig á um einstaklings-, trú- og tjáningarfrelsi. Stjórnarskráin var sett einhliða af Dönum. Íslenskt framkvæmdarvald var ekki nefnt í stjórnarskránni.
Benedikt Sveinsson
Alþingismaður. Forystumaður baráttunnar um endurskoðun á stjórnarskránni frá 1874. Ekkert var aðhafst í sambandi við hana í 7 ár, vegna samkomulags Dana og Íslendinga, en árið 1881 byrjaði mikið þjark um breytingu stjórnarskrárinnar og helsta baráttumál var að framkvæmdarvald yrði innlent og íslenskur landshöfðingi færi með það vald, hann skyldi vera ábyrgur gagnvart Alþingi. Einnig vildi Benedikt að tilvísun til stöðulaganna yrði afnumin. Árið 1889 kom fram miðlunartillaga þar sem ýtrustu kröfum endurskoðunarsinna var slegið af, en hún var samt ekki samþykkt í Danmörku.
Valtýska
Valtýr Guðmundsson lagði fram tillögu þess efnis að íslenskur ráðherra væri búsettur í Kaupmannahöfn en ætti sæti á Alþingi og væri óháður danska ríkisráðinu. Tillagan var felld á Alþingi árin 1897 og 1899, en samþykkt árið 1901. Þá var hún hins vegar úreld vegna breytinga í dönskum stjórnmálum. Valtýskan hafði þó mikil áhrif og skiptust menn í flokka eftir stuðningi við tillögu Valtýrs.
Heimastjórnarmenn
Heimastjórnarmenn vildu að æðsti ráðamaður Íslands ætti að hafa búsetu á Íslandi. Þeir voru andsnúnir Valtýskunni.
Valtýingar
Valtýingar voru stuðningsmenn Valtýskunnar.
Árið 1901 breyttust pólitískar aðstæður í Danmörku...
Árið 1901 komst á vinstristjórn í Danmörku sem var tilbúin að veita Íslendingum aukin réttindi og bauð þeim að velja innlendan ráðherra sem búa skyldi í Reykjavík. Árið 1904 var komið á heimastjórn, Hannes Hafstein var fyrsti ráðherrann.
Heimastjórn var komið á árið
1904.
Fyrsti ráðherra Íslands var
Hannes Hafstein, árið 1904.