Home
Subjects
Textbook solutions
Create
Study sets, textbooks, questions
Log in
Sign up
Upgrade to remove ads
Only $35.99/year
Völuspá
STUDY
Flashcards
Learn
Write
Spell
Test
PLAY
Match
Gravity
Terms in this set (22)
3.
Ár var alda
þar er Ymir byggði,
var-a sandur nér sær
né svalar unnir,
jörð fannst æva
né upphiminn,
gap var Ginnunga,
en gras hvergi.
Í upphafi tímans þegar Ymir bjó var hvorki sandur né sær né himinn. Mikið tóm var en hvergi gras.
Ymir forfaðir jötna, elsta lifandi veran.
Ginnunga: Tómið sem var í upphafi á milli hins kalda Niflheims og heita Múspellsheims. Þar varð Ymir til.
5.
Sól varp sunnan,
sinni Mána,
hendi inni hægri
um himinjódýr.
Sól það né vissi
hvar hún sali átti,
stjörnurna það né vissu
hvar þær staði áttu,
Máni það né vissi
hvaðhann megins átti.
Sól varpaði geislum á mánann og hestarnir á himni drógu með sér dag og nótt. Sól vissi ekki af degi og stjörnur vissu ekki hvar þær ættu að vera. Máni vissi ekki yfir hvaða afli hann bjó.
6.
Þá gengu regin öll
á rökstóla,
ginnheilög goð,
og um það gættust,
nótt og niðjum
nöfn um gáfu,
morgin hétu
og miðjan dag,
undorn og aftan,
árum að telja.
Þá gengu goðin öll á valdastóla sína afar heilög og ráðguðust um nótt og daga og gáfu nöfn.
19.
Ask veit eg standa,
heitir Yggdrasill,
hár baðmur, ausinn
hvíta auri,
þaðan koma döggvar
þær er í dala falla,
stendur æ yfir grænn
Urðarbrunni
Tré veit ég um sem yggdrasill heitir, hátt og vel nært og fúnar aldrei og rót hans nær að Urðarbrunni.
25.
Þá gengu regin öl
á rökstóla,
ginnheilög goð,
og um það gættust
hverjir hefði loft allt
lævi blandið
eða ætt jötuns
Óðs mey gefna.
Þá gengu goðin á valdastóla mjög heilög og ákvaðu hverjir spilltu Freyju sem var gefin jötni.
26.
Þór einn þar var
þrunginn móði,
hann sjaldan situr
er hann slíkt um fregn,
á gengust eiðar,
orð og særi,
mál öll meginleg
er á meðal fóru.
Þór drepur borgarsmiðinn í griðum. Í lok vísunnar er margendurtekið, með breyttu orðalagi („á gengust eiðar, orð og særi, mál öll meginleg ..."), hversu alvarlegur atburður það er að goðin rjúfi eiða sína og bregðist drengskaparskyldu sinni. Slíkt verður ekki fyrirgefið — hvorki meðal manna (sbr. meinsvarana í 38. vísu) né goða. Goðin sem herrar heimsins hafa brugðist og spilling þeirra hlýtur að bitna á mannkyninu. Goðin hafa nú lent á óheillabraut og eru byrjuð að feta veginn til glötunar.
28.
Ein sat hún úti
þá er inn aldni kom,
yggjungur ása,
og í augu leit:
,,Hvers fregnið mig?
Hví freistið mín?"
Allt veit eg Óðinn
hvar þú auga falt
í inum mæra
Mímisbrunni.
Drekkur mjöð Mímir
morgin hverjan
af veði Valföðurs.
Vituð ér enn, eða hvað?
Hún (völvan) sat ein úti þegar hinn gamli Óðinn kom og leit í augu henni: „Hvers spyrjið þér mig? Hvers vegna eruð þér að prófa mig?" Ég veit allt um það, Óðinn, hvar þú faldir auga þitt, í hinum ágæta Mímisbrunni. Á hverjum morgni drekkur Mímir mjöð af veði (auga) Óðins.Eðlileg lögmál um tíma og rúm gilda ekki um hana. Hún á auðvelt með að sjá yfir alla veraldarsöguna í senn, hvort sem er í fortíð, nútíð eða framtíð, og stekkur milli goðheima, jötunheima, undirheima og mannheima án nokkurra vandkvæða.
39.
Austur sat in aldna
í Járnviði
og fæddi þar
Fenris kindir.
Verður af þeim öllum
einna nokkur
tunglstjúgari
í trölls hami.
Austur = í jötunheimum
Aldna = hin aldna tröllkona
Fenris kindir = úlfartungls
Tjúgari = sá er rífur í sig tunglið
Þessari og næstu tveimur vísum er sýnt hvað er á seyði í jötunheimum skömmu áður en ragnarök hefjast. Hér segir af úlfum af ætt Fenrisúlfs sem gleypa sól og mána í ragnarökum.
40.
Fyllist fjörvi
feigra manna,
rýður ragna sjöt
rauðum dreyra,
svart var þá sólskin
of sumur eftir,
veður öll válynd.
Vituð ér enn, eða hvað?
Fjörvi=blóð
Dreyr=blóð
Blóði rignir og sól hverfur af himni en slíkir atburðir eru algengir fyrirboðar válegra tíðinda
44.
Bræður munu berjast
og að bönum verða,
munu systrungar
sifjum spilla,
hart er í heimi,
hórdómur mikill,
skeggöld, skálmöld,
skildir eru klofnir,
vindöld, vargöld,
áður veröld steypist
mun engi maður
öðrum þyrma.
Sifjum=frændsemi
Skeggjöld/skálmöld= vígöld/ófriðatímar
Steypist=ferst
Þyrma=hlífa
Ófriður mun brjótast út meðal manna og bræður og frændur berast á banaspjót. Nú hefst hin eiginlega spá völvunnar um framtíðina sem greinilega er skammt undan því að áheyrandi er minntur á það öðru hvoru með stefinu þar sem heyrist geltið í Garmi. Ragnarökum er lýst og þau eru rökrétt afleiðing af því sem á undan er gengið. Í lok Gylfaginningar (51.— 53. kafla) styðst Snorri Sturluson mjög við lýsingu Völuspár á ragnarökum og sjálfsagt er að rifja þá frásögn alla upp. Einstök atriði eru þó rakin á annan veg í Völuspá en hjá Snorra.
45.
Leika Míms synir
en mjötuður kyndist
að inu galla
Gjallarhorni,
hátt blæs Heimdallur,
horn er á lofti,
mælir Óðinn
við Míms höfuð.
Mjötuður kyndist = tortíming magnast
Fyrri hluti þessarar vísu er torskýrður. „Míms synir" eru t.d. ókunnir. Nú nálgast heimsendir. Heimdallur blæs í hornið og Óðinn leitar ráða hjá Mími.
46.
Ymur ið aldna tré
en jötunn losnar,
skelfur Yggdrasils
askur standandi.
Ymur=stynur
Jötunn=loki
Það þýtur í limi asksins. Loki losnar úr fjötrum og askurinn leikur á reiðiskjálfi. Hann verður brátt eldi að bráð.
47.
Geyr nú Garmur mjög
fyr Gnipahelli,
festur mun slitna
en freki renna.
Fjöld veit hún fræða,
fram sé eg lengra,
um ragnarök
römm sigtíva.
Yggdrasils tréð titrar. Loki losnar úr fjötrum. Tréð verður brátt eldi að bráð.
48.
Hrymur ekur austan,
hefist lind fyrir,
snýst jörmungandur
í jötunmóði.
Ormur knýr unnir
en ari hlakkar,
slítur nái neffölur,
Naglfar losnar.
Hefist lind fyrir = hefur skjöld fyrir sér
Jörmungaaldur = miðgarðsormur
Knýr unnir = lemur öldurnar
Ari hlakkar = örn galar
Jötunninn Hrymur sækir að úr austri. Miðgarðsormur byltir sér og rótar upp hafinu. Ernir (hræfuglar) eiga veislu í vændum. Naglfari (skip gert úr nöglum dauðra manna) er hrundið á flot.
49.
Kjóll er austan,
koma munu Múspells
um lög lýðir
en Loki stýrir,
fara fífl megir
með freka allir,
þeim er bróðir
Býleifs í för.
Kjóll = skipið Naglfari múspells um lög lýðir
Fíflmegir = jötnar
Freka = fenrisúlfi
Skip jötna kemur úr austri og Loki stýrir því enda genginn í lið með jötnum.
50.
Hvað er með ásum?
Hvað er með álfum?
Gnýr allur Jötunheimur,
æsir eru á þingi,
stynja dvergar
fyr steindurum
veggbergs vísir.
Vituð ér enn, eða hvað?
Fyr steindurum = fyrir framan steindyr
Veröldin leikur á reiðiskjálfi. Æsir koma saman til að ráða ráðum sínum. Lokalínan er stef eins og áður.
51.
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg
en himinn klofnar.
Sviga lævi = eldur
Gnata = rekast á
Gífur rata = tröll hrasa
Troða halir helveg = menn farast
Jötunninn Surtur sækir að úr suðri með eldi. Það slær bjarma á vopn goðanna. Mannkynið ferst og himinninn klofnar.
52.
Þá kemur Hlínar
harmur annar fram
er Óðinn fer
við úlf vega
en bani Belja
bjartur að Surti,
þá mun Friggjar
falla angantýr.
Hlínar = frigg, kona oðins
Bani belja = freyr
Fyrri harmur Friggjar var dauði Baldurs. Hér segir frá því er Óðinn berst við Fenrisúlf og Freyr við Surt. Óðinn fellur.
53.
Þá kemur inn mikli
mögur Sigföður,
Víðar, vega
að valdýri.
Lætur hann megi Hveðrungs
mund um standa
hjör til hjarta,
þá er hefnt föður.
Mögur sigföður = sonur Óðins
Vega að valdýri = til að berjast við óðinn Megihveðrungs = syni Loka
Munum=með höndum
Hjör = sverð
Sonur Óðins, Víðar, hefnir föður síns og hann leggur son Loka sverði í hjartastað.
54.
Þá kemur inn mæri
mögur Hlóðynjar,
gengur Óðins sonur
við úlf vega,
drepur hann af móði
Miðgarðs véur,
munu halir allir
heimstöð ryðja,
gengur fet níu
Fjörgynjar bur,
neppur, frá naðri,
níðs ókvíðnum.
Mögur hlóðynjar = sonur jarðar
Móði = hugrekki
Véur = verndari Halir = menn
Heimstöð ryðja = deyja
Naðri = ormi
Neppur = að þroti komin
Þór berst við Miðgarðsorm og þeir falla báðir.
55.
Sól tér sortna,
sígur fold í mar,
hverfa af himni
heiðar stjörnur.
Geisar eimi
við aldurnara,
leikur hár hiti
við himin sjálfan.
Fold í mar = jörð í sæ
Eimi = eldur
Aldurnara = ask yggdrasils
Sólin sortnar og jörðin sekkur í sæ. Stjörnur hverfa af himni og askurinn stendur í björtu báli.
62.
Sal sér hún standa
sólu fegra,
gulli þaktan,
á Gimlé.
Þar skulu dyggvar
dróttir byggja
og um aldurdaga
yndis njóta.
Í þessari vísu fá góðir menn og gegnir réttláta umbun og njóta yndis að eilífu á sælustaðnum Gimlé sem er alls ólíkur Náströndu.
Sets found in the same folder
Gylfaginning Krossaspurningar
131 terms
Skáldskaparmál Krossaspurningar
69 terms
Æfinga Krossapróf, Gylfaginning
13 terms
Hávamál
18 terms
Other sets by this creator
Efnahagsreikningur
9 terms
Súpur & Sósur, 2020
37 terms
Vínfræði Verkefni 4, 2020
30 terms
Vínfræði Verkefni 3, 2020
40 terms
Other Quizlet sets
Unit 5: 17th /18th century literature
40 terms
CMAA Study Guide Chapter 1
10 terms
EXAM 5 PHIL
64 terms
Stéréotypes et perception sociale
18 terms