Only $35.99/year

4. kafli- Þunglyndisraskanir

Terms in this set (9)

A) Alvarlegir og endurteknir skapbrestir á málræna sviðinu (t.d. munnleg riflildi eða öskur) og/eða í hegðun (t.d. árásarhegðun gagnvart fólki og hlutum) sem eru algerlega úr takti í magni og lengd miðað við aðstæður eða áreiti
B) Skapköstin eru ekki í samræmi við þroskaaldur
C) Skapköstin eiga sér stað, að meðaltali, 3 eða oftar í viku
D) Skap á milli kastanna er endurtekinn pirringur eða reiði, flesta daga, mestan hluta dagsins, og er sýnilegt öðrum (t.d. foreldrum, kennurum, jafningjum)
E) Mælihvarfi A-D hafa verið til staðar í 12 mánuði eða lengur
F) Mælikvarði A og D eru til staðar í 2/3 tilfellanna (þ.e. á heimili, í skóla, meðal jafningja) og eru í hármarki á minnst 1 sviði.
G) Þessa greiningu á ekki að gera fyrir 6 ára aldru og ekki eftir 18 ára aldur
H) Í sögu viðkomandi eða með skoðun, þá eiga mælikvarða A-E sér upphaf fyrir 10 ára aldur.
I) Það hefur aldrei átt sér stað tímabil sem varir í meira en 1 dag þar sem öllum greiningarviðmiðum er náð, nema í lengd, fyrir Geðhæðar eða Ólmhugalotu
Athugið: Þróunarlega eðlileg geðhæð, s.s. gerist þegar jákvæðir atburðir eiga sér stað eða eru væntanlegir, á ekki að líta á sem einkenni fyrir Geðhæð eða Ólmhuga
J) Hegðunin á sér ekki eingöngu stað á meðan á 4.2. Verulegri þunglyndisröskun stendur og er ekki betur útskýrð með annarri geðröskun (t.d. 1.3. Einhverfurófsröskun. 7.3. Áfallastreituröskun. 5.1. Aðskilnaðarkvíðaröskun. 4.3. Depurð)
Athugið: Þessa greiningu má ekki gera saman með 15.1. Mótþróa þrjóskuröskun, 15.2. Bráðri árásarhneigð eða 3.0 Tvíhverfilyndi, þótt hún gerir átt sér stað samhliða öðrum. þ.á.m 4.2. Verulegri þunglyndisröskun, 1.4. Athyglisbrests og ofvirknisröskun, 15.3. Hegðunarröskun og 16.0 Efnamisnotkun. Einstaklingar sem bæði ná greiningarviðmiðum fyrir 4.1. Barnamislyndisröskun og 15.1. Mótþróa þrjóskuröskun ættu aðeins að fá greiningu 4.1. Barnamislyndisröskun. Ef einstaklingar hefur upplifað Geðhæðar- eða ólmhugalotur, þá á ekki að greina 4.1. Barnamislyndisröskun
K) Truflunina á ekki hægt að rekja til lífeðlislegra áhrifa efnis (t.d. efnamisnotkunar eða læknalyfs) eða annarrar læknisfræðilegrar ástæðu
Er mikilvægasti undirflokkur lyndisraskana með tveggja virkna lágmarki og veruleg einkennu. Meta má þunglyndi; væt, meðal, verulegt og einnig út frá því hve lengi það tímabil varir eða hve oft það kemur fyrir. Einnig virðist ljóst að sjá sumum er þetta árstíðabundin.
A) 5 (eða fleiri) af eftirfarandi einkennum eru til staðar sama 2 vikna tímabilið og marka breytingu frá fyrri virkni: Að minnsta kosti 1 einkennið er annað hvort (1) þungt skap eða (2) áhuga og ánægjuleysi
Athugið. Ekki vísa í einkenni sem eru greinilega tilkomin vegna annarrar geðröskunar
1. Geðlægð mestan hluta dagsins, nærra alla daga, út frá huglægu mati (t.d. er leiður, tómur eða vonlaus) eða sýnilegt öðrum (t.d. grátgjarn)
Athugið. Hjá börnum og unglingum, getur skapbreytingin verið pirringur
2. Merkjanlega minnkaður áhugi og ánægja á öllum, eða nærri öllum sviðum, mest allan daginn, nærri alla daga (eins og sjá má annað hvort með huglægu mati eða sýnilegt öðrum)
3. Merkjanlegt þyngdartap án þess að vera í megrun eða þyngdaraukning (t.d. breyting umfram 5% af líkamsþyngd á 1 mánuði) eða minnkuð eða aukning á matarlist nærri alla daga
Athugið. Hjá börnum, hugleiða þarf skort á eðlilegri þyngdaraukningu með aldri
4. Vansvefn eða ofsvefn nærri alla daga
5. Óróleiki eða slen nærri alla daga (sýnilegt öðrum, ekki bara huglægar tilfinningar um eirðarleysi eða hægagangur)
6. Tilfinning um að vera einskis virði eða ýkt og óviðeigandi sektarkennd (sem getur verið ranghugmynd) nærri alla dag (ekki bara sjálfsásökun eða samviskubit af því að vera veikur).
7. Síþreyta eða minnkuð orka nærra alla daga
8. Minnkaður hæfileiki til hugsunar eða einbeitingar, eða óákveðni, nærri alal daga (annað hvort af huglægu mati eða sýnilegt öðrum)
9. Endurtekna hugsanir um dauðann (ekki bara hræðsla við að deyja), endurteknar sjálfsvígshugsanir án sérstakrar áætlunar, eða sjálfsmorðstilraun eða ákveðin áætlun um að fremja sjálfsmorð
B) Einkennin valda klínískt merkjanlegri þjáningu eða hefta félagslíf, atvinnu, eða aðra mikilvæga mannlega virkni
C) Tímabilið er ekki hægt að rekja til lífeðlislegra áhrifa efnis (t.d. efnamisnotkunar eða læknalyfs) eða annarrar læknisfræðilegrar ástæðu.
Athugið. Mælikvarða A-C lýsa Verulegri þunglyndislotu
Athugið. Svör við miklum missi (t.d. sorg, fjárhagslegt hrun, náttúruhamfarir, alvarleg læknisfræðileg veikindi eða örorka) getur innihaldið tilfinningar mikillar sorgar, síendurteknar hugsun um missi, svefnleysi, lystarleysi og þungdartap eins og í mælikvarða A, sem getur verið líkt þunglyndistímabili. Þótt slík einkenni geta verið skiljanleg eða talin viðeigandi svar við missi, þá þarf að hugleiða vel hvort ekki sé um Verulega þunglyndislotu að ræða ofaná eðlilega hegðun gagnvart verulegum missi. Sú ákvörðun krefst óumflýjanlega klínísks mats sem byggir á sögu viðkomandi og menningarlegum viðmiðum um tjáningu sorgar mikils missis
D) Verulega þunglyndiskastir er ekki betur útskýrt með 2.1.6. Geðhvarfaklofa, 2.1.5. Geðkofa, 2.1.4. Geðklofalíkri röskun, 2.1.2. Hugvilluröskun, eða annarri tilgreindri og ótilgreindri geðklofarófsröskun eða öðrum geðrofsröskunum (kafli 2).
E) Aldrei hefur verið vart við Geðhæðalotu eða Ólmhuga
Athugið. Þessi undirþága á ekki við ef öll geðhæðar-legu eða ólmhuga-legu tímabilin eru Efnainntöku-orsökuð eða eru vegna lífeðlislegra áhrifa annarrar læknisfræðilegrar ástæðu
Skráningaratriði
Greiningarviðmiðin fyrir Verulega þunglyndislotu eru byggð á því hvort tímabilið sé 1 eða fleiri, hve alvarlegt það er núna, hvort tímabilinu fylgir geðrofseinkenni, eða hlé. Alvarleiki núna og geðrof eru aðeins skráð ef greiningaviðmiðum er náð núna fyrir Verulega þunglyndislotu. Rénunar viðbótarbreytur eru aðeins skráðar ef greiningarviðmiðum er ekki náð núna fyrir Berulega þunglyndislotur. Skráningarlyklarnir eru: Sjá mynd.
Ákvarða
1. Með Kvíða
2. Með blönduðum einkennum
3. Með líkamlegum einkennum
4. Með ódæmigerðum einkennum
5. Með lyndis-samsvarandi geðrofs einkennum
6. Með stjarfaeinkennum
7. Með upphafi í fæðingarþunglyndi
8. Með árstíðarbundnum sveiflum
Er annar undirflokkur (ásamt 4.2. Verulegri þunglyndisröskun) þynglyndis, með vægum en langvarandi einkennum þannig að "þunglyndi" er ofsagt, en er betur lýst sem "depurð". Vandinn getur verið mikill þó einkennin séu vægari en í 4.2. Veruleg þunglyndisröskun, því þessi röskun varir oft mjög lengi, stundum í áratug. Skilgreiningin tekur því ekki til vikna eða mánaða, heldur til ára. Lágmarkstímabil er 2 ár, er í raun ólæknandi samkvæmd skilgreiningunni
A) Þunglyndi mestan hluta dagsins, fleiri daga en ekki, út frá huglægu mati eða sýnilegt öðrum, í minnst 2 ár
Athugðið: Hjá börnum og unglingum, getur skapbreytingin verið pirringur og verður að vara í minnst 1 ár
B) Eftirfarandi 2 (eða fleiri) eru til staðar, á meðan þunglyndi stendur
1. Minnkuð matarþörf eða ofát
2. Svefnleysi eða ofsvefn
3. Minnkuð orka eða síþreyta
4. Lágt sjálfsálit
5. Minnkuð einbeiting eða erfiðleikar við ákvarðanatöku
6. Vonleysistilfinning
C) Á meðan á þessu 2 ára tímabili stendur (1 ár fyrir börn og unglinga), þá hefur viðkomandi ekki verið laus við einkenni A og B í meira en 2 mánuði í einu
D) Mælikvarða fyrir Verulegri þunglyndislotu getur verið náð samfleytt í 2 ár
E) Ekki hefur átt sér stað Geðhæð, næ Ólmhuga og greiningu hefur aldrei verið náð fyrir Hringlyndisröskun
F) Verulega þnglyndiskastið er ekki betur útskýrt með langvarandi 2.1.6. Geðhvarfaklofa, 2.1.5. Geðklofa, 2.2.1. Hugvilluröskun, eða annarri tilgreindri og ótilgreindri geðklofarófsröskun og öðrum geðrofsröskunum
G) Einkennin eru ekki bein lífeðlsileg afleiðing af efnainntöku (t.d. ólöglegur vímugjafi, læknalyf eða vegna almennra læknisfræðilegra ástæðna (t.d. ofvirkni skjaldkirtlis)
H) Röskunin veldur klínískt merkjanlegri truflun á félagslegri virkni, atvinnu eða annarri mikilvægri mannlegri virkni
Athugið Þar sem mælikvarði fyrir 3.2. Verulega þunglyndisröskun eru með 4 einkenni sem eru ekki í listanum fyrir 3.3. Depurð þá munu fáir einstaklingar með þunglyndiseinkenni sem hafa varað í meira en 2 ár án þess að ná greiningarviðmiðum fyrir 3.3. Depurð . Ef fullum greinimörkum er náð einhvern hluta tímabilsins fyrir Verulega þunglyndi, þá skal frekar skrá þá röskun. Annars skal skrá 4.7. Aðra tilgreina þunglyndisröskun eða 4.8. Ótilgreinda þunglyndisröskun
Ákvarða ef
1. Með Kvíða
2. Með blönduðum einkennum
3. Með líkamlegum einkennum
4. Með ódæmigerðum einkennum
5. Með lyndis-samsvarandi geðrofs einkennum
6. Með stjarfaeinkennum
7. Með upphafi í fæðingarþunglyndi
8. Með árstíðarbundnum sveiflum
Ákvarða ef
Í bata
Í fullum bata
Ákvarða ef
Snemmkomið: Ef upphaf er fyrir 21 árs aldur
Seinkomið: Ef upphaf er við 21 árs aldur eða síðar
Ákvarða magn í dag
1. Með hreinum depurðar einkennum: Fullum greinimörkum fyrir Verulega þunglyndislotu hefur verið náð síðastliðin 2 ár
2. Með viðvarandi verulegum þunglyndis einkennum Fullum greinimörkum fyrir Verulega þunglyndislotu hefur verið náð síðastliðin 2 ár
3. Með tilfallandi verulegum þunglyndis einkennum, með núverandi tímabili: Fullum greinimörkum fyrir Verulega þunglyndislotu er náð, en komið hafa minnst 8 vikna löng tímabil á síðastliðnum 2 árum þar sem einkennin hafa verið undir greinimörkum fyrir Verulega þunglyndislotu
4. Með tilfallandi verulegum þunglyndis einkennum, án núverandi lotu: Fullum greinimörkum fyrir Verulega þunglyndislotu er ekki náð í dag, en komið hafa 1 eða fleiri verulegar þunglyndislotur á síðasliðnum 2 árum
Ákvarða magn í dag
-Vægt
-Miðlungs
-Alvarlegt
Er undirflokkur þunglyndis sem tengist tíðahring kvenna
A) Í meirihluta blæðinga, þá eru minnst 5 einkenni til staðar seinustu viku fyrir egglos, með bata nokkrum dögum fyrir egglos, og verður í lágmarki eða alveg horfin fram að næstu blæðingum
B) 1 (eða fleiri) einkenni verða einnig að vera til staðar, til að ná alls 5 einkennum, lagt saman með einkennum úr mælikvarða B að ofan
C) 1 (eða fleiri) einkenni verða einnig að vera til staðar, til að ná alls 5 einkennum, lagt saman með einkennum úr mælikvarða B að ofan
1. Minnkaður áhugi á hversdagslegri virkni (t.d. vinni, skóla, vinir, áhugamál)
2. Huglæg vandamál til einbeitingar
3. Sinnuleysi, auðþreytanleiki, eða merkjanlegt orkuleysi
4. Merkjanleg breyting á matarlyst; ofát; eða sókn í ákvðinn mat
5. Ofsvefn eða svefnleysi
6. Tilfinning fyrir að vera bugaður, eða stjórnlaus
7. Líkamleg einkenni, s.s. viðkvæmini í brjóstum eða bólgur, vanlíðan í liðamótum eða vöðvum, tilfinning um að bólgna út, eða þyngdaraukning
Athugið: Einkennum í mælikvarða A-C verður að vera náð fyrir flestar blæðingar síðastliðið ár
D) Einkennin eru tengd klínískt merkjanlegri vanlíðan eða trufla félagslega virkni eða truflun á, atvinnu, skóla, eðlilega félagslega virkni, eða tengsl við aðra (t.d. forðast félagsleg samskipti, minnkuð framleiðni eða gagnsemi í vinnu, skóla, eða á heimili).
E) Truflunin er ekki bara aukning á einkennum annarrar röskunar, s.s. 4.2. Verulegri þunglyndisröskun, 5.0 Kvíðaröskun, 4.3. Depurð eða 18. Persónuleikaröskun (Þótt samsláttur geti vissulega verið til staðar við þessar raskanir)
F) Mælikvarði A ætti að vera staðfestur með áætluðum daglegum mælingum minnsta kosti 2 tíðahringi með einkennum (Athugið: Greininguna er hægt að gera skilorðsbundið fram að þessari staðfestingu)
G) Einkennin er ekki hægt að rekja til lífeðlilegra áhrifa efnis (t.d. efnamisnotkun, læknalyf, önnur meðferð) eða annarrar læknisfræðilegrar ástæðu (t.d. ofvirkni skjaldkirtlis)
Eins og sagt var frá í kaflanum Efnamisnotkun þá eru Lyndisraskanir óumflýjanlegir fylgifiska neyslu. Ekki bara þannig að örvandi lyf orsaki geðhæð og róandi lyf þynglyndi, heldur einnig þannig að eftir notkun örvand lyfja (t.d. amfetamíns) kemur óumflýjanlega þunglyndi
A) Mikil og viðvarandi truflun á skapi yfirgnæfandi í klínísku matinu með einkennum þunglyndis eða áberandi minnkaðs áhuga eða ánægju á öllum, eða nærri öllum, sviðum
B) Vísbendingar eru af sögn, læknisskoðun eða tilraunagögnum um bæði (1) og (2):
1. Einkennin í mælikvarða A þróðust á meðan á, eða innan mánuðar frá, efnaáhrifum eða fráhvarfi eða eftir læknalyfjainntöku
2. Efnið/lyfið getur orsakað einkennin í mælikvarða A
C) Truflunin er ekki betur útskýrð með Þunglyndisröskun , sem er ekki efna/læknalyfja inntöku orsökuð. Slík sönnunargögn um sjálfstæða þunglyndisröskun gætu m.a. falið í sér eftirfarandi:
-Einkennin áttu sér upphaf á undan efna/læknalyfja notkunar; einkennin halda áfram í ákveðið tímabil (t.d. um 1 mánuð) eftir að alvarlegu efna/læknalyfja fráhvarfi lauk eða eftir mikil efnaáhrif; eða að til staðar eru sjálfstæð sönnunargögn um þunglyndisröskun án efna/læknalyfja-inntöku geðrofs (t.d. saga endurtekinnar geðrofstímabila án efna/læknalyfja inntöku).
D) Truflunin á sér ekki eingöngu stað á meðan 17.1. Óráði stendur
E) Röskunin veldur klínískt merkjanlegri þjáningu eða minnkun í félagslegri, atvinnulegri, eða annarri mikilvægri mannlegri virkni
Athugið Þessa greiningu á gera frekar en Efnaölvun (kafli 16) eða Efnafráhvörf (kafli 16) aðeins þegar einkennin í mælikvarða A eru klínískt yfirgnæfandi og þegar einkennin eru það sterk að þau krefjist sérstaks inngrips
Skráningaratriði:
ICD-10 skráningarnúmerin eru tilgreind hér. Athugið að í því kerfi verður að gera greinarmun á því hvort samsláttur sé við Efnamisnotkunarröskun fyrir sama efni. Ef vægt þá skal skrá samsláttarröskunina í 4ða staf með "1" með skráningunni "væg (efna) notkunar röskun" á undan inntöku þunglyndisröskunarinnar (t.d. væg kókaín noktunarröskun með kókaín-orsakaðri þunglyndisröskun). Ef samsláttur er við miðlungs eða verulega efnanotkunarröskun, skal skrá í 4ða staf "2" með skráningunni "miðlungs (efna) notkunar röskun" eða "veruleg (efna notkunar röskun" eftir því hve mikil sú notkun er. Ef ekki er til staðar neinn samsláttur þá skað 4ði stafurinn vera "9" og "Efna-inntöku þunglyndisröskunin eingöngu skráð"
Sjá mynd
Ákvarða ef
1. Með upphaf í efnaölvun: Ef mælikvarði er náð fyrir efnaölvun og einkennin þróast í ölvuninni
2. Með upphaf í efnafráhvarfi: Ef mælikvarða er náð fyrir Efnafráhvarf og einkennin þróast í eða rétt á eftir fráhvörfum
Er sambærileg efnainntökuorsökuðu þunglyndi, nema núna af einhverri annarri læknisfræðilegri ástæðu frekar en lyfjum
A) Mikil og viðvarandi truflun á skapi yfirgnæfandi í klíníska matinu með einkennum þunglyndis eða áberandi minnaðs áhuga og ánægju á öllu, eða nærri öllu, sviðum
B) Vísbendingar eru af sögu, læknisskoðun eða tilraunagögnum að truflunin sé bein lífeðlisleg afleiðing af annarri læknisfræðilegri ástæðu
C) Truflunin er ekki betur útskýrð með annarri geðröskun (t.d. 7.5. Aðlögunarröskun með þunglyndi þar sem streituvaldurinn eru alvarleg veikindi).
D) Truflunin á sér ekki eingöngu stað á meðan á 17.1. Óráði stendur
E) Röskunin veldur klínískt merkjanlegri þjáningu eða minnkun í félagslegri, atvinnulegri, eða annarri mikilvægri mannlegri virkni
Ákvarða ef
Með þunglyndum einkennum: Nær ekki fullum greinimörkum fyrir Verulega þunglyndislotu
Með verulegri þunglyndis-legum einknnum Nær fullum greinimörkum (nema mælikvaðra C) fyrir verulega þunglyndislotu
Með blönduðum einkennum: Einkennu Geðhæðar og Ólmhugar eru líka til staðar, en eru ekki ráðandi í heildarmatinu
Skráningaratriði
Bæta skal við nafni annarrar læknisfræðilegrar ástæðu (t.d. 293.83 (F06.31) þynglyndisröskun vegna vanvirkni skjaldkirtlis með þunglyndiseinkennum). Aðra læknisfræðilega ástæðu skal líka skrá sérstaklega á undan þunglyndisröskun af annarri læknisfræðilegri ástæðu (t.d. 244.9 (E03.9) vanvirkni skjaldkirtils; 293.83 (F06.31) Þunglyndisröskun vegna vanvirkni skjaldkirlis, með þunglyndis einkennum)
Afgangsundirflokkur þunglyndis, þar sem öllum greinimörkum er ekki náð. Dæmi eru tekin af:
1. Endurtekið vægt þunglyndi: Viðvarandi þungt skap og minnst 4 önnur einkenni þunglyndis í 2-13 daga að minnsta kosti 1 á mánuði (ekki háð tíðahring) í minnst 12 samfellda mánuði hjá einstaklingi sem aldrei hefur náð greinimörkum fyrir nokkra aðra þunglyndisröskun (kafli 4) og tvíhverflyndisröskun (kafli 3) og nær ekki heldur greinimörkum fyrir neina geðrofsröskun (kafli 2)
2. Stutt þunglyndislota (4-13 dagar): Þungt skap og minnkuð 4 önnur einkenni þunglyndis af þeim 8 sem einkenna verulega þunglyndislotu og er frá 4 dögum í mest 14 daga hjá einstaklingi sem aldrei hefur náð greinimörkum fyrir nokkra aðra þunglyndisröskun (kafli 4) og tvíhverfislyndisröskun (kafli 3) og nær heldur ekki greinimörkum fyrir neina geðrofsröskun (kafli 2), og nær ekki heldur greinimörkum fyrir blöndu af kvíða (kafla 5) og þunglyndiseinkennum (kafli 4) eða tvíhverflyndisröskun (kafli 3) og nær heldur ekki greinimörkum fyrir neina geðrofsröskun (kafli 2) og nær ekki greinimörkum fyrir Endurteknu vægu þunglyndi (liður 1).
3. Þunglyndislota með of fáum einkennum
Viðvarandi þungt skap og minnst 1 af einkennum verulegrar þunglyndislotu með klínískt merkjanlegri vanlíðan í minnst 2 vikur hjá einstaklingi sem aldrei hefur náð greinimörkum fyrir nokkra aðra þunglyndisröskun (kafli 4) eða tvíhverfislyndisröskun (kafli 3) og nær heldur ekki greinimörkum fyrir neina geðrofsröskun (kafli 2) og nær ekki heldur greinimörkum fyrir blöndu af kvíða (kafli 5) og þunglyndiseinkennum (kafli 4).